Árlegur listi UNESCO (Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna) yfir menningarverðmæti var kynntur nú á dögunum, þar sem vakin er athygli á óáþreifanlegum en þó þýðingarmiklum hefðum á borð við þjóðlega dansa, söngva og matargerð.
 

Markmiðið með listanum er að hvetja til varðveislu hins fjölbreytta menningararfs þjóða heimsins á tímum þar sem fornir og þjóðlegir siðir eiga hvarvetna undir högg að sækja.
 

Á meðal þeirra atriða sem bættust við listann í ár eru:
 
Dans hinna þúsund handa – Saman – frá Aceh héraði í Indónesíu:
 

Vídjó

 

Í Leuven, Belgíu, hittast allir karlmenn sem verða fertugir á árinu og mynda félagsskap sem varir til fimmtugsafmælis þeirra. Í því felast að sjálfsögðu mikil menningarverðmæti.
 

Vídjó

 

Naqqa-li – ævaforn írönsk frásagnarhefð sem byggist á bæði hreyfingum og orðum:
 

Vídjó

Viska jagúar-seiðmannanna frá Kólumbíu erfðist frá Yuruparí, alvitrum anakondasnák sem lifði eitt sem maður.
 

Vídjó

 

Hin tregafulla portúgalska fado-tónlist:
 

Vídjó

 

Hin líflega mariachi-tónlist Mexíkóa:
 

Vídjó

 

Hin ævaforna hefð kínverskra skuggabrúða
 

Vídjó

 

Hið suður-kóreska Jultagi – skemmtiatriði sem eru flutt utandyra:
 

Vídjó

 

Tsiattista – kýpverskt ljóðaeinvígi:
 

Vídjó

 

Tónlist Senufo-fólks (Malí, Búrkína Fasó og Fílabeinsströndin) er leikin á tegund sílófóns sem nefnist balafon.
 

Vídjó

 

Þrátt fyrir þann ótrúlega fjölbreytileika sem einkennir atriðin á lista UNESCO yfir óáþreifanleg menningarverðmæti eiga þau þó öll sameiginlegt að vera einstök sameiningartákn menningarheimanna sem þau spretta úr. Síðast en ekki síst gegna þau öll sínu hlutverki í að færa samfélög sín saman á hinum firrtu tímum tæknialdarinnar.