Mynd þessi er frá tímum Vetrarstríðsins milli Finnlands og Sovétríkjanna 1938-1939. Hér sjáum við finnska hermenn gera sig reiðubúna til þess að skjóta handsprengju með risastórri heimatilbúinni teygjubyssu.
Vetrarstríðinu lauk óhjákvæmilega með ósigri Finna, og í kjölfarið gekk stór hluti Karelíuskaga til Sovétríkjanna. Finnarnir veittu hins vegar Rauða hernum gífurlega mótspyrnu og út stríðið féllu fimm sovéskir hermenn fyrir hvern Finna.