Þegar fer að vora á hverju ári er einhver sem spyr sig þessarar spurningar: af hverju er Ísrael með í Eurovision? Ísrael er jú ekki í Evrópu!

 

Svarið er auðvitað að þátttökuréttur í þessum fremsta menningarviðburði Vesturlanda er ekki bundinn við hið óljósa landfræðilega hugtak ‘Evrópu’ heldur við aðild í hinu fjölþjóðlega Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Það samband inniheldur, þrátt fyrir nafnið, sjónvarpsstöðvar í mörgum löndum sem flestum væri erfitt að telja til Evrópu: Alsír, Egyptaland, Jórdaníu, Líbanon, Marokkó, Túnis og svo Ísrael.

 

En því miður hafa fæst þessara landa nýtt sér þátttökurétt sinn í Eurovision. Það er þó ekki bara Ísrael sem heldur uppi heiðri landa utan Evrópu í Eurovision. Marokkó tók þátt í keppninni einu sinni. Það var árið 1980, með laginu Bitaqat hubb í flutningi Samiru Said:

 

Vídjó

 

Frumraun Marokkó í Eurovision gekk ekki vel. Samira Said lenti í næstsíðasta sæti, átjánda af nítján, með aðeins sjö stig — öll frá Finnlandi. (Dómnefnd Marokkó gaf sín tólf stig til VídjóTyrklands’));“>

.) Sagt er að við þennan slæma árangur hafi konungur Marokkó, Hassan II, orðið svo tapsár að hann hafi sjálfur fyrirskipað að landið skyldi aldrei aftur taka þátt í Eurovision, og hefur Marokkó ekki sést síðan.

 

Tvisvar í viðbót hafa Arabalönd komið nálægt því að taka þátt. Nágrannar Marokkó í Túnis höfðu boðað komu sína í Eurovisionkeppnina árið 1977 en hættu síðan skyndilega við. Það kann að vera vegna ósætti um að Ísrael skyldi einnig taka þátt. Sú var að minnsta kosti ástæðan þegar Evrópubúum var svipt ánægjan að fá Líbanon með í söngvakeppnina. Líbanon ætlaði að taka þátt árið 2005 og var komið með lag, á frönsku, Quand tout s’enfuit með söngkonunni Aline Lahoud:

 

Vídjó

 

Líbanon hætti við að keppa á síðustu stundu þar sem ríkissjónvarp landsins gat ekki ábyrgst að sjónvarpa allri keppninni eins og reglur kveða á um. Bannað er með lögum í Líbanon að sjónvarpa ísraelsku efni, og voru víst áform um að hafa ‘auglýsingahlé’ þegar ísraelska lagið yrði flutt.

 

Langtíburtistan syrgir svosem ekki líbanska lagið — hvern munar um enn eitt væmið júróvisjónlag á frönsku? Verra er auðvitað að lög alfarið á arabísku hafi ekki heyrst síðan hið tapsára Marokkó hvarf á braut árið 1980. Síðan hefur arabískri tungu einungis brugðið stöku sinnum fyrir, þá helst í þessu Vídjóleiðinlega’));“>

ísraelska lagi frá 2009. Hinir júróvisjónelskandi eyjaskeggjar á Möltu tala afbrigði af arabísku að móðurmáli en senda samt alltaf lög á ensku, af einhverjum glötuðum ástæðum.

 

Það er þó ekki öll von úti enn! Vegna þess að smáríkið Katar við Persaflóa hyggur á þátttöku í Eurovision í náinni framtíð, og vinnur nú að því markmiði með ýmsum leiðum. Katar er aðeins aukameðlimur í Sambandi evrópska sjónvarpsstöðva og má því tæknilega séð ekki taka þátt í söngvakeppninni. En olíufurstarnir í Katar eru harðákveðnir að landið taki þátt og haldi allar hugsanlegar alþjóðakeppnir, og þeim er ekkert ómögulegt.

 

Það er því bara tímaspursmál þar til Eurovision verður haldið í Doha. Áfram Katar!

 

Vídjó

Fahad al-Kubaisi er vinsæll katarskur söngvari. Er hans að vænta í Eurovision á næstunni?

 

Mynd: Samira Said og emírinn af Katar, Hamad bin Khalifa al-Thani.