Þegar talíbanar komust til valda í Afganistan árið 1996 bönnuðu þeir alla tónlistarsköpun í landinu, sem þeim fannst stríða gegn trúnni. Blómleg tónlistarmenning landsins gufaði upp eins og hendi væri veifað. Erfitt er fyrir þjóð að jafna sig á slíku áfalli en nú um mánaðamótin var haldin fyrsta rokktónlistarhátíðin í Afganistan í meira en þrjátíu ár. Talibanar eru enn á kreiki og því var hátíðin haldin í leyni — áhorfendur fengu ekki að vita hvar hátíðin yrði haldin fyrr en á síðustu stundu, þegar fregnir voru látnar berast með SMS-skilaboðum.

 

„Miðasíska nútímatónlistarhátíðin“ stóð í sex tíma og spilaði fjöldi sveita fyrir rúmlega 500 áhorfendur. Innlendar rokkhljómsveitir, sem og bönd frá Úsbekistan, Tajikistan, Kasakstan og fleiri löndum tóku þátt. Hér að neðan eru nokkur þeirra:

 

Vídjó

Afgönsku indírokkarnarnir Kabul Dreams.

 

Vídjó

Fönk-rokksveitin Tears of the Sun, frá Úsbekistan.

 

Vídjó

Eina metalbandið sem vitað er til að starfi í Afganistan. Hér flytja þeir lag Marilyn Mansons.

 

Vídjó

Eklektika frá Kasakstan.

 

Vídjó

White City, hljómsveit frá Kabúl skipuð vestrænum blaðamönnum og hjálparstarfsmönnum.