Borgin Jaffa fyrir botni Miðjarðarhafs er ein af elstu hafnarborgum í heimi. Á hana er meðal annars minnst í fornum egypskum ritum, í Biblíunni og í grískum goðsögnum. Nú er nafn hennar ef til vill frægast vegna ávaxtategundar sem er upprunnin í grænu umhverfi borgarinnar: hin steinalausa og safaríka Jaffa-appelsína.
Þegar evrópskir Gyðingar byrjuðu að setjast að í Jaffa fengu margir vinnu í appelsínugörðunum. Samvinna Araba og Gyðinga í Jaffa gerðu appelsínurnar heimfrægar. Síðar staðhæfði áróður síonista að nýju landnemarnir hefðu hafið appelsínuræktina upp á sitt einsdæmi.
Þessi heimildaþáttur eftir ísraelska kvikmyndagerðarmanninn Eyan Sival fer yfir nútímasögu Jaffa, frá palestínsku þorpi til heimsfrægs vörumerkis, og hvernig appelsínurnar voru í fyrstu sameiningartákn og ollu síðar sundrungu.
Athugið að aðeins verður hægt að horfa á myndina á netinu fram til 15. mars.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem sýna uppskeruna í nágrenni Jaffa uppúr 1930. Verkamennirnir eru bæði Arabar og Gyðingar.