Vídjó

Á morgun er kjördagur í Túnis, rúmum níu mánuðum eftir að einræðisherranum Zine el Abidine Ben Ali var steypt af stóli. Ben Ali var fyrsta fórnarlamb „arabíska vorsins“ svokallaða og þetta verða fyrstu kosningar þess. Kosningarnar eru til stjórnlagaþings sem mun skrifa nýja stjórnarskrá landsins, og í raun þjóna hlutverki þjóðþings næsta árið eða svo, þangað til þingkosningar verða haldnar.

 

Það er því mikið í húfi og mikilvægt að kjörsókn verði góð. Hópur sem kallar sig Engagement Citoyen bar ábyrgð á þessari áhrifamiklu auglýsingu í höfuðborginni Túnis. Þau hengdu upp risastóra mynd af Ben Ali yfir nótt. Myndin vakti skiljanlega mikla undrun og reiði meðal borgarbúar, og var fljótlega rifin niður. Undir myndinni reyndist vera borði sem á stóð:

 

„Varið ykkur, einræðið gæti snúið aftur. Kjósið þann 23. október“