„Hefurðu ímyndað þér að vera Hann – einn af æðstu og valdamestu mönnum heims?“

Svona er hinn „raunsæi“ PC-tölvuleikur ‘I am Jesus Christ’ kynntur á veitunni Steam, en hann er frá pólska leikjafyrirtækinu PlayWay.

Leikurinn, sem er væntanlegur á markað, notar fyrstu-persónu umhverfi þar sem leikmaðurinn fer með hlutverk frelsarans á ferðalagi í gegnum ýmis ævintýri Nýja testamentsins.

Vídjó

„Getur þú gert öll hin frægu kraftaverk Biblíunnar? Ertu tilbúinn í að berjast við Satan í eyðimörkinni, reka út illa anda og lækna sjúka? Eða beisla óveður í hafinu?“

Jólagjöfin í ár?