Vídjó

Blokk í pólsku úthverfi árið 1982. Tugir íbúða, og hver þeirra er lítill heimur þar sem hversdagsleikinn gengur sinn vana og gráleita gang. Einhver er að flytja. Karlinn á efri hæðinni spilar of hátt á saxófón. Börnin eru með læti. Hundurinn stal kjötbita af borðinu. Einn íbúinn er kominn með nóg og hengir sig.

 

Blok er tilraunakennd blanda af leikinni mynd og teiknimynd eftir pólska teiknimyndaleikstjórann Hieronim Neumann.