Af einhverjum ástæðum hefur Íslendingum þótt það skemmtilegt sport að mana erlenda ferðamenn til að borða hákarl, eða þaðan af verra ómeti. Í þessu myndbroti þurfti þó engan Íslending til. Gordon Ramsay, einn frægasti matreiðslumeistari í heimi, skorar þar á James May, sem er Íslendingum að góðu kunnur úr þáttunum Top Gear, í keppni í karlmennsku.

 

Mahlzeit er reyndar hulið hvernig karlmennska, eða kvenmennska, getur verið dæmd út frá getu einstaklinga til að leggja sér ógeðslegan mat til munns – en það er önnur saga.

 

Hákarlinn kemur til sögunnar þegar 2 mínútur og 15 sekúndur eru liðnar.

 

Vídjó