John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, sýndi eldamennsku takmarkaðan áhuga á lífsleið sinni. Hann lýsti því þó eitt sinn yfir að hann væri Berlínarbolla, mörgum til mikillar ánægju. Þá sýndi hann einnig á sér skemmtilega hlið árið 1959, en þá var Kennedy ennþá öldungardeildarþingmaður.

 

 

Kennedy bryddaði upp á vöffluuppskrift fyrir safnritið Political Pot Luck: A Collection of Recipes from Men Only, en því var ritstýrt af Meg Madigan nokkurri. Í ritinu er að finna uppskriftir frá karlmönnum eingöngu, eins of nafnið gefur til kynna, en flestir störfuðu uppskriftahöfundarnir við stjórnmál eða fjölmiðlun hvers konar. Uppskriftirnar eru misgóðar, en það verður þó að viðurkennast að vöffluuppskrift Kennedys hljómar hreint ekki illa.

 

 

Það sama verður hins vegar ekki sagt um uppskrift blaðamannsins Franks Trippett af kjúklingarétti. Hún er bara hreint út sagt ógeðsleg!

 

 

-via The Awl.