Vídjó

Gorm-maðurinn og SS (Pérák a SS) er ein af fyrstu stuttmyndum tékkneska teiknarans og kvikmyndagerðarmannsins Jirí Trnka, einhvers áhrifamesta teiknimyndasmiðar í austurhluta Evrópu. Myndin var gerð undir lok seinni heimsstyrjaldar, árið 1945.

 

Í henni segir frá sótara nokkrum sem berst við nasista á tékkneskrar borgar. Grímuklæddur sótarinn, skoppandi milli húsaþaka með gorma undir iljunum, minnir dálítið á hinn bandaríska Spiderman, en sá kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á sjötta áratugnum og gat því ekki lumbrað á SS-mönnum.