Hraði og spenna voru einkunnarorð spurningaleiksins Ans ans á Stöð 2 árið 1987. Þar mættist fjölmiðlafólk í æsispennandi leik. Hljóð og mynd í þessum þætti er mjög skemmtilegt. Magnús Egilsson sá um hljóð í þættinum. Vel gert hjá honum. Umsjónarmenn voru Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson, spyrlar Óskar Magnússon og Agnes Johansen. Nú hefur einhver hlaðið þáttunum upp á YouTube, sem er frábært framlag fyrir mannkynið allt.

 

Bylgjan gegn Helgarpóstinum:

Vídjó

Sigurður G. Tómasson og Adda Steina Björnsdóttir á Bylgjunni og Egill Helgason og Ólafur Bjarni Guðnason á Helgarpóstinum.

 

Þjóðviljinn gegn Morgunblaðinu:

Vídjó

Guðmundur Rúnar Heiðarsson og Hrafn Jökulsson á Þjóðviljanum og  Ágúst Einarsson og Ólafur Stephensen á Morgunblaðinu.