Þýskaland 1945. Árið er núll.
Borgir, menning og allt annað eru rústir einar.
Það var komið að því að endurbyggja.
Þetta eru inngangsorð heimildarmyndarinnar Krautrock: The Rebirth of Germany. Hún segir söguna af hinum óhemju fersku tónlistarstraumum í Þýskalandi undir lok sjöunda áratugarins og þeim áttunda. Á bak við hana var kynslóð eftirstríðsáranna, fólk sem fæddist í kringum síðari heimsstyrjöldina og ólst svo upp í rústum þriðja ríkisins.
Þetta er saga um leit að nýrri sjálfsmynd og uppgjöri við fortíðina. Og um fólk sem vildi skapa eitthvað á eigin forsendum en ekki bara apa eftir erlendum stjörnum. Til varð ein frumlegasta og magnaðasta tónlist sögunnar.
Hér koma fram hljómsveitir á borð við Neu!, Can, Faust og Kraftwerk.
Tónlistin í myndinni:
https://play.spotify.com/user/allvoxman/playlist/0gUjY0VUviCnVs9ZWkxb9b