Vídjó

 

Gítarleikarinn og söngvarinn Shin Jung Hyun er kallaður „guðfaðir rokksins“ í heimalandi sínu Suður-Kóreu. Hann hóf ferill sinn í lok sjötta áratugarins og spilaði fyrstu árin nær eingöngu á herstöðvum Bandaríkjamanna, rokkið fór ekki að njóta hylli kóresks almennings fyrr en eftir 1968. Hér er hann ásamt sveitinni Yup Juns árið 1975.