Er tíundi áratugurinn kominn aftur í tísku? Á árunum eftir 1990 hóf svokölluð danstónlist innreið sína á Íslandi eins og víða um heim. Hér á landi nutu safndiskar með þessari tónlist gífurlegra vinsælda. Eftirminnilegastir þessara diska voru líklega „Reif í“-diskarnir sem seldust í bílförmum og trónuðu efst á listum yfir söluhæstu plötur ársins á Íslandi.

 

Á „Reif í“-plötunum var mest um erlenda danstónlist, en þó flutu ævinlega með nokkur íslensk lög með hljómsveitum á borð við Fantasíu og Pís of Keik. Þrátt fyrir að margir „Reif í“-diskar liggi líklega í geymslum og á háaloftum landsmanna, hefur sitthvað varðveist á netinu. Leikum nokkur íslensk danslög sem birtust á umræddum diskum.

 

Fantasia – Seven. Reif í skeggið, 1994:

Vídjó

Meðlimir hljómsveitarinnar Fantasia voru Jón Andri Sigurðsson, Trausti Heiðar Haraldsson, Tómas Gunnarsson, Selma Björnsdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson. „Fantasia stefnir á erlendan markað“- DV, 12. apríl 1995

 

Pís of Keik

Pís of Keik var hugarfóstur Mána Svavarssonar en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Júlíus Kemp og Ingibjörg Stefánsdóttir.

 

Vídjó

 

 

DV 1 april 1993

DV, 1. apríl, 1993.

 

Far

Lagið Far með sveitinni Far, sem Barði Jóhannsson og Esther Talía Casey úr Bang Gang skipuðu, birtist á Reif í skóinn árið 1995.

 

Vídjó

 

Alþýðublaðið, 28. september 1994.

Alþýðublaðið, 28. september 1994.

 

ICERAVE

Árið 1992 kom út safnplata með íslenskum danslögum en hún hét Icerave. Fjallað er um plötuna á vefnum Raftónar: „Upprunalegt vinnuheiti plötunnar var Alsæla, en tvíræð merking orðsins fór fyrir brjóstið á yfirmönnum Skífunnar og var nafninu breytt.“ Nú hefur einhver mætur tónlistarunnandi sem kallar sig Icelandbob bjargað þessum gimsteini frá glötun og birt á YouTube. Njótið!

 

Vídjó

 

Barna- og unglingablaðið Æskan fjallaði um þessa merku plötu í október 1992:

 

Nýju dansmúsíkurstefnurnar („raven,“ „house,“ „hardcore,“ „softcore,“ og „hip-hop“) eru fáheyrðar í útvarpi en njóta þeim mun meiri vinsælda á dansleikjum grunnskóla og félagsmiðstöðva.

 

Undrun margra yfir þessari íslensku dægurmúsíkur-geislaplötu er því ástæðulaus. Þó er réttlætanlegt að setja upp undrunarsvip yfir öllum þessum nýju og óþekktu danshljómsveitum.

 

Það kemur ekki á óvart að elstu og reyndustu hljómsveitimar, Pís of keik og Ajax bera af. Lög þeirra bera svip yfirvegunar þeirra sem valdið hafa.

 

Ein nýliðasveitin, „Mind in Motion,“ stelur þó sviðinu með tveimur öflugum lögum, sérstak-lega laginu „S.A.D.“ Nafnið „Icerave“ er villandi. Nær hefði verið að kenna plötuna við „softcore“ músíkstílinn. En vissulega er meiri svali yfir „Icerave“ nafninu.

 

Að lokum birtum við hér pistil Árna Matthíassonar á Morgunblaðinu um plötuna en hann birtist í júní 1992.

Árni Matt, 28. júní, 1992