Síðustu ár hafa Íslendingar verið að vakna upp við vondan draum. Fjölmargar af hinum íslensku dægurlagaperlum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar eru alls ekki íslensk lög, heldur þýddar og staðfærðar útgáfur af erlendum lögum! Íslendingar eru t.d. sérlega lunknir við að breyta ítölskum dægurlögum í íslensk jólalög.

 

Svala Björgvins – Ég hlakka svo til:

Vídjó

 

Svo væri gaman að heyra hvað Yussuf Islam (Cat Stevens) finnist um að Vídjóeitt’));“>

af hans frægustu lögum sé jólalag á íslensku:

Vídjó

 

Við fyrstu sýn gæti maður haldið að hér væri um hreinan og kláran þjófnað að ræða, en þegar betur er að gáð var það ekkert leyndarmál þegar lögin komu út á íslensku að um ábreiður væri að ræða en ekki frumsamin lög, eins og sést í þessari umfjöllun um Ríó Tríó í Vísi frá 1976.

 

En á þeim áratugum sem hafa liðið síðan hljómsveitir eins og Brimkló og Ríó Tríó voru upp á sitt besta hefur mikið vatn runnið til sjávar og margir ganga einfaldlega út frá því sem vísu að þessir gömlu slagarar séu íslenskir. Hver kannast ekki við lagið um hina hinstu sjóferð með Brimkló? Hér er það í sinni þekktustu útgáfu, en höfundur þess er Steve Goodman:

Vídjó

 

Ó Gunna með Ríó Tríó:

Vídjó

 

Ríó Tríó sóttu töluvert í smiðju hins sænska Evert Taube. Hér flytur hann lag sem sennilega flestir þekkja sennilega betur með textanum Vorkvöld í Reykjavík:

Vídjó

 

Þeir bræður Halli og Laddi gáfu á áttunda áratug síðustu aldar út fallegt lag sem heitir VídjóÓ’));“>

mig langar heim (til Patreksfjarðar). Það er ábreiða af Massachusetts með Bee Gees. Vart má á milli sjá hvor útgáfan er hugljúfari:

Vídjó

 

Aðdáendur Ladda ættu einnig að kannast við þetta finnska lag:

Vídjó

 

En þó svo að lögin séu ekki íslensk í grunninn verður að telja okkur Íslendingum það til tekna að margir textanna eru alveg hreint frábærir og fagmannlega ortir. Þorsteinn Eggertsson þýddi og staðfærði ófáa af þessum textum af sinni alkunnu snilld. Á Facebook má finna hóp áhugamanna um þessi lög en þar hefur Þorsteinn sjálfur stundum skotið upp kollinum og tjáð sig um textana og gerð þeirra.

 

Svo hefur það líka gerst að íslensk lög hafa farið hina leiðina yfir hafið, þ.e. að erlendir listamenn hafa tekið þau uppá sína arma, eins og Lemúrinn greindi nýlega frá. Þegar kemur að tónlistarsköpun er fátt nýtt undir sólinni, eins og áður hefur verið fjallað um hér á Lemúrnum.

 

Þessi lög eru bara lítið brot af þeirri fjölbreyttu flóru íslenskra laga sem í raun eru ekki íslensk. Við getum senni­lega skemmt okkur við það um ókomin ár að grafa upp gömlu erlend lög sem við héldum að væru alís­lenskar uppfinningar. Hér fylgja svo tvö klassísk íslensk lög til viðbótar

 

VídjóHljómar’));“>

sungu Æsandi fögur en það var upphaflega lagið Little by Little:

Vídjó

 

Og Sveitapiltsins draumur var ábreiða af California Dreamin’ með The Mamas & the Papas.

Vídjó

 

Stefán Birgir Stefáns hefur svo safnað mörgum fleiri lögum af þessu tagi saman í bráðskemmtilegu myndbandi:

Vídjó