Vídjó

Kókaínframleiðsla í Suður-Ameríku fer oft fram með þessum hætti. Fátækir bændur safna gífurlegu magni af kókalaufum og vinna úr því kókaín í frumstæðum og heimagerðum efnaverksmiðjum í miðjum frumskóginum. Breski sjónvarpsmaðurinn Bruce Parry fylgdist með kókaínframleiðslu af þessu tagi í frumskógum Perú.

 

Þetta er drulluskítug aðferð – og eins Parry bendir á – og það fer lítið fyrir lúxusnum og glamúrnum sem kókaín er svo oft tengt við á Vesturlöndum.

 

Náungarnir í myndbandinu breyta hálfu tonni af kókalaufum í eitt kíló af kókaínbasa.

 

Þeir nota daunill efni á borð við klór, brennisteinssýru og steinolíu til verksins, sem síðan er sturtað beint í jarðveginn og læki. Yfirvöld fá eins og gefur að skilja ekki veður af því og menn vita því ekki hversu mikil mengun er í þessari viðkvæmu náttúru.

 

Mennirnir sem við sjáum eru engir barónar, heldur fátækir kotbændur, og fá ekki nema tæpa 100 dollara á mann fyrir þessu vinnu. Skipulagðir glæpahópar kaupa afurðina og sjá um að breyta henni í það hvíta duft sem Vesturlandabúar þekkja.

 

„Þetta fólk hér er fólkið sem þjáist mest, það sér engan hagnað af kókinu, en samt mengar það eigin land með þessu, bakgarðinn sinn,“ segir Parry.