Vídjó

Milljónir manna hafa séð myndbönd Ekvadorans Delfín Quishpe á YouTube.  Hann sló í gegn með laginu hér fyrir ofan, Torres Gemelas (ísl. Tvíburaturnunum), en í því syngur hann um hryðjuverkaárásirnar 11. september og kærustu sína sem var stödd í World Trade Center daginn örlagaríka árið 2001. Hann hrópar „no puede ser, noo…“ (ísl. Það getur ekki verið, neii) og „sé que te quedas ya sepultada, en los escombros de Torres Gemelas“ (ísl. Ég veit að þú liggur nú þegar grafin undir rústum Tvíburaturnanna).