Vídjó

Hér er myndband sem sýnir land og þjóð á klakanum 1938.

 

Breski sögumaðurinn segir áhorfendum frá ýmsum hliðum Íslands, hann talar um gróðurhús og þvottalaugar. Og hann segir frá furðulegri hefð Íslendinga, sem við höfum kannski gleymt: „Hér situr fólk úti á skyrtunni, jafnvel í köldu veðri.“ Og myndavélinni er beint að mönnum að lesa dagblöðin.

 

Það er greinilegt að Ísland er á þessum mjög framandi staður í augum Breta. Aðeins tveimur árum síðar sendi Bretlandsstjórn herafla til landsins og við það jukust samskipti landanna gífurlega.

 

Myndskeiðið er geymt hjá breska filmusafn­inu British Pathé sem Lemúrinn hefur grúskað tölu­vert í.