Vídjó

Þessar merkilegu gömlu bresku fræðslumyndir frá árinu 1934 fjalla um Ísland og bera heitið To The Land Where Depressions Come From (ísl. Til landsins sem lægðirnar koma frá). Þær eru úr British Pathé filmusafninu.

 

Í fyrri myndinni sjáum við Þingvelli, Gullfoss og upptökur af íslenskri náttúru. Í þeirri síðari (hér fyrir neðan) sjáum við bresk herskip nálgast strendur Íslands og einnig skemmtilega upptöku frá Austurstræti í Reykjavík, en höfuðborg landsmanna er sögð „eins nútímaleg og aðrir evrópskir bæir.“

 

Vídjó