Vídjó

Breska filmusafnið British Pathé hefur nýlega sett 85 þúsund söguleg myndbönd á YouTube. Lemúrinn hefur verið að gramsa í þessu gríðarlega safni og birtir efni úr því sem fjallar um Ísland. Hér sjáum við In Iceland Today, breska fréttaupptöku frá árinu 1941, í miðri seinni heimsstyrjöld, sem sýnir bandaríska hermenn lenda í Reykjavíkurhöfn. Landinu er meðal annars lýst sem „draumi þvottakonunnar“ sökum jarðhitans og mikið er gert úr nýstárlegum gróðurhúsum landsmanna.