Vídjó

Lagið Why This Kolaveri Di með leikaranum Dhanush er vinsælasta lagið í Indlandi nú um stundir. Undanfarna daga hefur það farið sem eldur í sinu um internetið og er eitt af vinsælustu myndböndunum á Youtube. Texti lagsins hefur vakið sérstaka athygli, en hann er á brotinni og hálf samhengislausri blöndu af ensku og tamílsku, ‘tanglish’.

 

Syngjum öll með: „Soup song. Flop song. Why this kolaveri di? Distance-la moonu moonu, moonu colour white.“