Alexander nokkur Buchman var Bandaríkjamaður sem í fimm mánuði á árunum 1939-1940 var einn af lífvörðum Leóns Trotskíj í útlegð hans í Mexíkó. Buchman var áhugasamur um ljósmyndun og tók fjölda mynda á meðan dvöl sinni með Trotskíj stóð.

 

Byltingarmaðurinn var þá á sínu síðasta æviári, sextugur og þreyttur á hömlunum og öryggisráðstöfunum sem fylgdu útlegalífinu. Myndir Buchman sýna Trotskíj sinna áhugamálum sínum — hann hafði áhuga á hverskonar veiðum og í Mexíkó fékk hann lífverði sína með sér út í náttúruna að ‘veiða’ risastóra kaktusa sem þeir grófu upp, fóru með heim og komu fyrir í garðinum. Í garðinum hélt hann líka kanínur sem hann gaf samviskusamlega að borða tvisvar á dag.

 

Buchman tók einnig einu litljósmyndirnar sem vitað er til að hafi verið teknar af Trotskíj. Myndir Buchmans skipta hundruðum, en Hoover-stofnun Stanford-háskóla, sem hefur þær undir höndum, hefur einungis gert örfáar aðgengilegar á netinu.

 

Trotskíj með lífvörðum sínum á kaktusaveiðum.

 

Á veiðum í Veracruz, mars 1940.

 

Fyrsti leiðtogi Rauða hersins gefur kanínunum sínum.

 

Þessi blái jakki var í uppáhaldi hjá Trotskíj og hann ku hafa verið í honum þegar tilræðismaðurinn réðst á hann, 20. ágúst 1940.