Vídjó

Rum Diary, Rommdagbókin, skáldsaga eftir Hunter S. Thompson er loksins komin á hvíta tjaldið, en kvikmyndin hefur verið í vinnslu í áraraðir. Sagan fjallar um blaðamanninn Paul Kemp sem er þreyttur á New York og lífinu í forsetatíð Dwights Eisenhower. Kemp ræður sig því á blað í Púertó Ríkó, nýlendu Bandaríkjanna á Karíbahafinu. Hann sturtar í sig rommi og verður ástfanginn af stúlku.

 

Rum Diary er sjálfsævisöguleg skáldsaga enda bjó Thompson í Púertó Ríkó í kringum árið 1960 og kláraði að skrifa þessa bók aðeins 22 ára að aldri. Hún kom þó ekki út fyrr en árið 1998.

 

Eftir dvölina í Púertó Ríkó flutti Thompson til Brasilíu og skrifaði fyrir Brazil Herald, en það var dagblað á ensku í Rio de Janeiro.

 

Johnny Depp, sem áður fór með hlutverk Raouls Duke í Fear and Loathing in Las Vegas, leikur Paul Kemp í Rum Diary og leikstjóri er Bruce Robinson, sem frægastur er fyrir költmyndina Withnail and I.

Hunter S. Thompson á Púertó Ríkó.

Hunter S. Thompson í Púertó Ríkó í kringum árið 1960.