Zakaría al-Qazwini hét fræðimaður og rithöfundur sem var uppi á þrettándu öld. Hann var fæddur í bænum Qazvin í norðvestur-Íran en settist að í Bagdad þar sem hann náði í skottið á gullöld íslamskrar fræðimennsku þar í borg — áður en Mongólar lögðu hana undir sig árið 1258.

 

Frægasta rit Qazwini er heimslýsing sem nefnist “Undur skepnanna og furður sem til eru” (Aja’ib al-makhluqat wa-ghara’ib al-mawjudat). Þar segir Qazwini frá öllu milli himins og jarðar, í orðsins fyllstu merkingu. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um himna og þá sem þar hafast við, englar og karlinn í tunglinu, jafnt sem meyjur og bogmenn og aðrar stjörnuspekiverur.

 

Myndirnar hér að neðan eru úr seinni hluta bókar Qazwinis, þar sem hann fjallar um hvernig umhorfs er á jörðu niðri. Skepnurnar sem þar hafast við eru þó ekki allar jafn kunnuglegar okkur jarðarbúum — annars vegar fjallar Qazwini um fíla, bavíana og páfugla en hinsvegar um sæskrímsli, djöfla og vængjaðar furðuverur.

 

Qazwini skrifaði sín á arabísku en myndirnar hér eru úr perneskri þýðingu á verkinu, sem líklega var gerð á Indlandi á sextándu öld.

 

Skepnur á eyjunni 'Zaneh'.

 

Dreki.

 

Simurgh.

 

Páfugl og annar fugl.

 

Bavíani.

 

Gresjufíll.

 

'Sironsor' og 'Shadehvar'.

 

Asíufíll og óþekkt spendýr.

 

'Jinn', andar og djöflar.

 

'Jinn', andar og djöflar.

 

Kvendjöflar.

 

Sæormur.

 

Fleiri undarlegir íbúar eyjunnar Zaneh.

 

Hyrndur hestur og vængjaður refur.