Ljósmyndin sýnir mongólska konu í klefa í júlí 1913. Myndin er úr litmyndasafni Alberts Kahn. Víða á vefsíðum er konan sögð hafa verið dæmd til dauða og látin svelta í kassanum. Engar beinar heimildir virðast vera fyrir þessu og þykir nú líklegra að um færanlegan fangaklefa sé að ræða, sem hentaði auðvitað hirðingjum á sléttum… [Lesa meira]
Sovéskur njósnari hlær við eigin aftöku
Mynd þessi var tekin í Rukajärvi í Austur-Karelíu í nóvember 1942. Hún sýnir finnskan hermann taka sovéskan njósnara af lífi með byssu. Sovétmaðurinn hlær og mætir örlögum sínum með bros á vör. Hvað á maður annars til bragðs að taka á svona stundu?
Þess ber að geta að myndin er ekki úr Vetrarstríðinu, heldur frá þeim tíma er Finnland var gengið í lið… [Lesa meira]
Himmler og dóttir hans Guðrún heimsækja fangabúðir nasista
Heinrich Himmler heimsækir fangabúðir nasista ásamt tólf ára dóttur sinni Guðrúnu. Árið er 1941 eða 1942. Í bakgrunni sjást SS-mennirnir Reinhard Heydrich og Karl Wolff.
Himmler var yfirmaður þýsku lögreglunnar, SS-sveitanna og Gestapó… [Lesa meira]
Höfuðleðrið flegið af honum þrettán ára
Árið 1864 var þrettán ára gamli munaðarleysinginn Robert McGee að ferðast vestur til Santa Fe í Bandaríkjunum ásamt stórum hópi landnema. Svo fór að vopnuðu fylgdarmennirnir drógust aftur úr vagnalestinni. Í vesturhluta Kansas réðust Sioux-indjánar á varnarlausu ferðalangana, sem voru snarlega yfirbugaðir og drepnir á staðnum — að McGee og einum öðrum dreng undanskildum.
Indjánar þessir voru undir forystu höfðingjans Litlu skjaldböku. Höfðinginn… [Lesa meira]
Víetnamski munkurinn sem brann í mótmælaskyni
Þann 11. júní 1963 settist 66 ára gamli búddamunkurinn Thich Quang Duc á veginn fyrir utan kambódíska sendiráðið í Saigon, þáverandi höfuðborg Víetnam. Hann mælti:
Áður en ég loka augunum og færist í átt til Búdda bið ég virðingarfyllst Ngo Dinh Diem forseta um að sýna þjóðinni samúð og innleiða trúarlegt jafnrétti til þess að tryggja ævarandi styrk heimalandsins.… [Lesa meira]
Síðasta opinbera aftakan í Bandaríkjunum
Ljósmynd þessi sýnir síðustu opinberu aftökuna í Bandaríkjunum, en hún átti sér stað árið 1936 í bænum Owensboro í Kentucky-fylki.
Ungur blökkumaður, hinn 22 ára gamli Rainey Bethea, játaði á sig að hafa nauðgað, rænt og kyrkt til bana Elzu Edwards, auðuga hvíta ekkju á sjötugsaldri. Hann var í kjölfarið dæmdur til dauða og hengdur fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þann 14.… [Lesa meira]
Fóturinn sagaður af frönskum hermanni í fyrri heimsstyrjöld
Autochrome-litljósmynd af sjúkraliðum að aflima Zouave-hermann úr Norður-Afríkudeild franska hersins, í Tulette í Suðaustur-Frakklandi, 1915. Ljósmyndarinn er ókunnur.
Lemúrinn hefur áður birt litljósmyndir af frönskum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld, bæði við Marne og … [Lesa meira]
Ítalía árið 1923: Lík hermanns úr fyrri heimsstyrjöld í fjallshlíð
Ljósmynd tekin árið 1923 í hlíðum Marmolada-fjalls á Ítalíu. Fjallgöngumenn finna lík af hermanni í fyrri… [Lesa meira]
Ruth Snyder í rafmagnsstólnum 1928
Bandaríska húsfrúin Ruth Snyder reyndi margoft að myrða Albert eiginmann sinn á árunum 1925-1927. Henni tókst það loks ásamt elskhuga sínum Judd Gray vorið 1927. Lögreglan hafði snarlega uppi á þeim skötuhjúum og í kjölfarið voru þau bæði fundin sek og dæmd til dauða. Hér sést fræg mynd af Snyder í rafmagnsstólnum 12. janúar 1928. Sú aftökuaðferð hafði þá verið í notkun vestanhafs í 38… [Lesa meira]
Múgurinn sem myrti þrjá blökkumenn í Minnesota 1920
Bærinn Duluth í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum, þann 15. júní 1920.
Þrír þeldökkir sirkus-starfsmenn voru ranglega sakaðir um að hafa nauðgað hvítri stúlku. Ofstækisfullir bæjarbúar tóku snarlega lögin í eigin hendur og drápu blökkumennina þrjá án laga og réttar.
Múgaftökur á blökkufólki voru nokkuð algengar í bandaríska Suðrinu og stóðu fram til 1968. Fágætt var að „lynchings“ — eins og slíkir gjörningar kallast á… [Lesa meira]
Idi Amin á skýlunni
Idi Amin var leiðtogi Afríkuríkisins Úganda á áttunda áratugnum. Valdatími hans var svartur kafli í sögu landsins því Idi Amin brytjaði niður stjórnarandstöðu með harðri hendi en á milli 100 til 500 þúsund manns létust vegna ógnarstjórnar hans. Sögusagnir um að hann hafi stundað mannát munu þó ekki á rökum reistar.
Kvikmyndin Last King of Scotland er byggð á… [Lesa meira]
Heinrich Himmler tekur blásýru
Hér sést nýlátinn einn valdamesti maður Þýskalands á tímum Þriðja ríkisins. Heinrich Luitpold Himmler var yfirmaður þýsku lögreglunnar, SS-sveitanna og Gestapó leyniþjónustunnar á árunum 1933-1945. Hann var einn af forsprökkum ,,endanlegu lausnarinnar“ og spilaði lykilhlutverk í kerfisbundinni tortímingu milljóna gyðinga, Róma-fólks, Pólverja, Rússa og annara hópa á tímum síðari heimsstyrjaldar.
Hitler treysti Himmler og talaði um hann sem ,,der treue Heinrich“. … [Lesa meira]