Lítill trítill klæddur í búning kynþáttahatarasamtakanna Ku Klux Klan bregður hér á leik með svörtum lögreglumanni er stóð vörð í bænum Gainesville í Georgíuríki í Suðurríkjunum á meðan fjöldasamkoma KKK fór þar fram á níunda áratugnum.

 

Þrátt fyrir fötin sem foreldrarnir völdu á krakkann virðist hann ekki áhugasamur um hugmyndafræði þeirra, heldur leiðir forvitnin hann til þessa vinalega svarta lögreglumanns sem ber þennan furðulega skjöld.