Orustan við Sinóp átti sér stað þann 30. nóvember 1853, í byrjun Krímstríðsins.  Rússar og Ottómanar höfðu þá barist vikum saman á sjó og landi, en Ottóman-veldið, undir forystu Abdúl Mejid I, í hernaðarbandalagi við Bretland og Frakkland, ákvað að senda tólf skipa stórflota frá Istanbúl inn á Svartahaf til þess að verja skipaleiðirnar.

 

Rússneski Svartahafsflotinn í Sevastopol var undir stjórn Pavels Nakhímóv flotaforingja, sem fyrirskipaði árás á ottómanska flotann er hann sótti skjól vegna óveðurs við höfnina í Sinóp á miðri norðurströnd Anatólíu.  Rússarnir komu andstæðingum sínum að óvörum og kröfðust skilyrðislausrar uppgjafar.  Osman Pasha flotaforingi harðneitaði og skaut fyrsta fallbyssuskotinu.

 

Í framhaldi sökktu ellefu herskip Rússa öllum nema einu af skipum Ottóman-flotans og drápu yfir þrjú þúsund tyrkneska sjóliða í logandi helför við hafnarminnið, sem sést að kvöldi til hér að ofan í eftirminnilegu málverki Ívans Aivazovský.  Osman Pasha lifði þetta af og var tekinn fanga, en einungis 37 rússar féllu í atökunum.  Ósigurinn þótti undirstrika hernaðarlegan veikleika Ottóman-veldisins, og í kjölfarið drógust Bretland og Frakkland inn í Krímstríðið, sem stóð í þrjú ár og kostaði 600 þúsund manns lífið.

 

„Orustan við Sinóp“ eftir Ivan Konstantinovich Aivazovsky (1817-1900)

 

Rússneskt frímerki frá 2003 fagnar 150 ára afmæli stórsigurs Rússa gegn Tyrkjum.