„Styrjöld er ósamrýmanleg heilbrigðri dómgreind og andlegu jafnvægi. Hún útheimtir uppskrúfað tilfinningalíf, brennandi áhuga fyrir eigin málstað og hatur í garð andstæðinganna.“

 

Þessi orð skrifaði austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig undir lok ævi sinnar. Hann hafði upplifað tvær heimsstyrjaldir.

 

Það er ekki auðvelt fyrir nútímamenn á friðsælum stöðum að ímynda sér hörmungar vígvallarins. En ljósmyndir aðstoða okkur við að ná að minnsta kosti minniháttar jarðtengingu.

 

Hér sjáum við myndir sem ljósmyndararnir Matthew Brady og Timothy O’Sullivan tóku árið 1865 á vígvöllum í bandarísku borgarastyrjöldinni.

 

Stríðið stóð yfir 1861-1865 og oft hefur verið nefnd þrælastríðið. Þetta var ein fyrsta styrjöld sögunnar sem ljósmyndarar gátu fangað á myndir, en ljósmyndatæknin var fundin upp aðeins örfáum áratugum áður.

 

Þrælastríðið hófst þegar Abraham Lincoln var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann vildi banna þrælahald en ellefu fylki í suðurhluta landsins sögðu sig úr Bandaríkjunum í mótmælaskyni við hann. Þessi hörmulega borgarastyrjöld endaði með uppgjöf Suðurríkjanna og í kjölfarið var þrælahald aflagt allstaðar í Bandaríkjunum. Talið er að um ein milljón manna hafi látið lífið í hildarleiknum.

 

 

„The Harvest of Death“ eftir Timothy O'Sullivan.