Idi Amin var leiðtogi Afríkuríkisins Úganda á áttunda áratugnum. Valdatími hans var svartur kafli í sögu landsins því Idi Amin brytjaði niður stjórnarandstöðu með harðri hendi en á milli 100 til 500 þúsund manns létust vegna ógnarstjórnar hans. Sögusagnir um að hann hafi stundað mannát munu þó ekki á rökum reistar.

 

Kvikmyndin Last King of Scotland er byggð á sögulegri skáldsögu um valdatíma Idi Amin og því ekki hægt að taka mark á öllu sem kom fram í henni. En hún þótti þó gefa ágæta mynd af tímabilinu og sturluninni sem einkenndi forsetatíð Idi Amin. Þessi ljósmynd af leiðtoganum alræmda á sundskýlu birtist í Life Magazine árið 1972.