Hér sjáum við meðlimi úr 21. klani hinna alræmdu kynþáttahatarasamtaka Ku Klux Klan skemmta sér konunglega í parísarhjóli í borginni Cañon City í Colorado í Bandaríkjunum. Ljósmyndin var tekin í apríl árið 1926 þegar öfgamönnunum ofbeldisfullu var boðið í tívolí í hverfinu Greenwood en tívolíhaldarinn var meðlimur í samtökunum.