Íbúðablokkin við Lönguhlíð 19-25 eftir Einar Sveinsson og Gunnar Ólafsson var byggð á árunum 1946-1949 í anda fjölbýlishúsa sem Einar hafði þá þegar hannað við Hringbraut.

Unnið var eftir hugmyndafræði módernismans en þó með einkennandi stílbrögðum Einars, risin og þakið eru góð dæmi, auk þess sem áhersla var lögð á greiða leið náttúrulegrar birtu í hverja íbúð. Horngluggarnir á suðurhliðinni eru einstakt augnayndi.

Takið eftir að þegar þarna er komið við sögu um 1950 er engin malbikuð Miklabraut, sandur og möl fyrir utan og rólegt eftir því. Einar Sveinsson var húsameistari í Reykjavík frá 1934 til dánardags 1973.

Mynd: Þorsteinn Jónsson/Þjóðminjasafn Íslands.