Hér sjáum við flottar ljósmyndir af kirkjunni og altaristöflu hennar á Stórólfshvoli við Hvolsvöll um aldamótin 1900. Vefur Rangárþings eystra segir frá Stórólfshvoli:

 

Á Stórólfshvoli átti Stórólfur, sonur Ketils hængs, að hafa búið til forna. Sonur hans Ormur var hetja mikil og segir frá honum í Orms þætti Stórólfssonar. Þátturinn greinir frá hinum ýmsu þrekvirkjum Orms, meðal annars þegar hann sló engið fyrir neðan Stórólfshvol. Hann sló þá af allar þúfur og færði saman í múga ,,og þær einar engjar eru sléttar af Stórólfhvoli.”

Á Stórólfshvoli bjuggu Oddaverjar á 14. öld og var þar síðar sýslumannssetur.

 

Í dag er þar timburkirkja frá árinu 1930. Hún tekur um 120 manns í sæti. Árið 1955 var kirkjan máluð og skreytt af þeim Grétu og Jóni Björnssyni. Kirkjan á marga góða gripi, þar á meðal altaristöflu málaða af Þórarni B. Þorlákssyni frá árinu 1914, þar sem Jesús blessar börnin.

 

Þeir sem luma á upplýsingum um það sem fyrir augu ber hér eru hvattir til að tjá sig.

 

Myndirnar tók breski ljós­mynd­ar­inn Frederick W.W. Howell, sem ferð­að­ist til Íslands og Færeyja (Cornell University Library).

 

 

 

Latína á legsteini.

 

Howell var mikið á Íslandi á síð­asta áratug nítj­ándu aldar og starf­aði meðal ann­ars sem leið­sögu­maður fyrir erlenda ferða­langa. Hann gekk á Hvannadalshnúk árið 1891, hugs­an­lega fyrstur manna, og fór yfir Langjökul þveran 1899. En Howell drukkn­aði í Héraðsvötnum sumarið 1901 og var jarð­aður að Miklabæ.

 

Lemúrinn mælir með bók­inni Ísland Howells — Howell’s Iceland (1890–1901), eftir list­sagn­fræð­ing­inn Frank Ponzi, en hún kom út árið 2004.

 

Howell tók þessar myndir á þeim tíma sem nútíma­menn­ing var vart farin að ryðja sér til rúms á Íslandi, og því hafa þær mikið heim­ilda­gildi,“ sagði Ponzi í við­tali við Morgunblaðið árið 2004.

 

Fleiri myndir eftir Howell hér.