Mynd þessi er úr uppreisninni í Ungverjalandi 1956 gegn kommúnistastjórn landsins. Ungversku uppreisnarmennirnir hafa afhöfðað risastóra styttu af Jósef Stalín, sovéska harðstjóranum ógurlega sem látist hafði þremur árum áður.

 

Vesturveldin lofuðu Ungverjunum aðstoð en þau loforð voru öll svikin. Í kjölfarið barði Rauði herinn þá niður af mikilli hörku á meðan athygli heimspressunnar var fönguð af mislukkaðri innrás Bretlands og Frakklands í Suez.