Stalín, fundarborð, öskubakkar.

 

Leiðtogar sigurveldanna í síðari heimsstyrjöldinni hittust á hinni svokölluðu Potsdam-ráðstefnu 17. júlí til 2. ágúst 1945. Það voru Harry S. Truman frá Bandaríkjunum, Jósef Stalín frá Sovétríkjunum og Winston Churchill frá Bretlandi. Á þessum tíma fóru fram kosningar í Bretlandi og missti Churchill forsætisráðherraembætti sitt. Því fór svo að Clement Attlee við af honum í miðri ráðstefnunni.

 

Leiðtogarnir gáfu frá sér yfirlýsingu sem nefnd er Potsdam-yfirlýsingin. Í henni kröfðust þeir skilyrðislausrar uppgjafar Japana og hótuðu að gereyða landinu ef ekki yrði farið að því.

 

Japan neitaði að gefast upp.

 

Um einni viku síðar varpaði Bandaríkjaher kjarnorkusprengjum á Hiroshima (6. ágúst) og Nagasaki (9. ágúst) og Sovétmenn réðust inn á hernumin svæði Japana í Mansjúríu í Kína.