Anastasía Nikolaevna Rómanova, yfirhertogynja og yngsta dóttir Nikulásar II síðasta keisara Rússlands, var 13 ára að aldri þegar hún tók þessa sjálfsmynd. Prinsessan notaði spegil til að mynda sjálfa sig, svona rétt eins og milljónir táninga gera um allan heim í dag með snjallsímum sínum. Anastasía var því sannkallaður tískuviti (e. trendsetter)!
Prinsessan lét myndina fylgja bréfi sem hún sendi vinkonu sinni. Hún skrifaði um ljósmyndina:
Ég tók myndina af mér að horfa í spegil. Það var mjög erfitt því hendur mínar skulfu.
-via Retronaut.