Leikmaður í áströlskum fótbolta, um 1870.

 

„Ástralskur fótbolti er íþróttagrein sem, þrátt fyrir nafnið, líkist meira rúgbý eða gelískum fótbolta en eiginlegum fótbolta. Leikurinn fer fram á sporöskjulaga velli (eins og krikketvelli, en þeir eru oft notaðir) og markmiðið er að skora í mörk á sitthvorum enda vallarins. Mörkin eru tvö og hvort fyrir sig er markað af fjórum stöngum, tveimur eiginlegum markstöngum, og tveimur svokölluðum „fyrir aftan“ stöngum. 18 leikmenn eru í hvoru liði og er boltinn sem spilað er með svipaður rúgbíbolta nema aðeins minni og rúnaðari.“ Íslenska Wikipedia

 

Ástralskur fótbolti hefur nýlega rutt sér til rúms á Íslandi undir hinu glæsilega heiti ‘andspyrna’. Andspyrnusamband Íslands var stofnað árið 2009. Í sambandinu eru þrjú lið: Drekarnir, Gammarnir og Griðungarnir. Auk þess er íslenskt landslið í andspyrnu, sem tekið hefur þátt í Evrópumótum.