Mexíkóska listakonan Frida Kahlo átti litríka ævi. Hún málaði ódauðleg listaverk, átti í stormasömu hjónabandi með Diego Rivera, þekktasta málara landsins, en lenti líka í skelfilegum veikindum og áföllum.
MOLAA, Museum of Latin American Art í Kaliforníu er nú með til sýninga ýmsar ljósmyndir frá æviskeiði Fridu. Sumar eru klipptar úr fjölskyldualbúmum. Sýningin nefnist einfaldlega Myndirnar hennar en alls eru um 200 ljósmyndir á sýningunni. Hér birtist lítið brot.
Frida fimm ára 1912.
Guillermo Kahlo, pabbi Fridu. Hann var ljósmyndari og tók nokkrar af myndunum sem við sjáum hér.
Frida á mynd sem faðir hennar tók, 1926.
1930.
1932.
Frida og Diego árið 1932.
1939.
Frida málar uppi í rúmi.
Matarboð.
1946.
Frida og Juan Farill læknir. Mynd: Gisèle Freund, 1951.
Frida eftir aðgerð, 1946.
Eiginmaðurinn Diego Rivera.
Frida málar mynd af pabba sínum. Mynd: Gisèle Freundin, 1951.
Með Natalíu og León Trotskíj í Mexíkó í janúar 1937.
Frida á spítala í New York. Mynd: Nickolas Muray, 1946.