Árið 1969 sendi tímaritið Vogue tískuljósmyndarann Henry Clarke til Íran að taka myndir fyrir blaðið. Það var áratug fyrir íslömsku byltinguna og Íran var ekki ógn í vestrænum augum, aðeins heillandi og exótískt. Það þótti því ekkert tiltökumál að bandarískar fyrirsætur væru ljósmyndaðar sprangandi léttklæddar í nýjustu tísku í höllum og guðshúsum Persíu.

 

Svo mjög virðist Íran hafa verið í tísku undir lok sjöunda áratugar að sama ár fór herratískuritið Gentleman’s Quarterly — nú þekkt sem GQ — einnig þangað í heimsókn. „Skemmtiferð til Persíu“ prýddi forsíðu GQ í október 1969 og enn og aftur voru vestræn módel á þvælingi um moskur og fornminjar, að vísu snyrtilega klædd í hversdagsföt í þetta sinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

Skönn frá Shahrefarang.com.