Leikarinn Peter Mayhew lék hinn loðna vák Chewbacca í gömlu Stjörnustríðsmyndunum. Hann hefur verið duglegur að birta skemmtilegar myndir á Twitter sem teknar voru baksviðs við gerð myndanna. Ljósmyndirnar sýna ýmsar óvæntar hliðar. Við sjáum hvernig gamalkunnar senur voru kvikmyndaðar og hvernig stemningin var á settinu.