Svokallað Áttaþjóðabandalag var stofnað árið 1900 til þess að kveða niður Boxarauppreisnina í Kína. Bandalagið sendi 45.000 hermanna lið til Beijing sem batt enda á uppreisnina, og fór svo ránshendi um borgina.

 

Á þessari mynd hafa hermenn bandalagsins, einn úr hverju herliði, raðað sér upp í snyrtilega stærðarröð. Frá vintri: Bretland, Bandaríkin, Rússland, breska Indland, Þýskaland, Frakkland, Austurríki-Ungverjaland, Ítalía, Japan. (Wikimedia Commons.)