Í sunnanverðri Afríku hlusta sumir á þungarokk og klæða sig í vígalega búninga. Ljósmyndarinn Frank Marshall hefur gert sýningu um þennan forvitnilega menningarkima.

 

Ísland, Grænland og Ástralía eru dæmi um lönd sem skipa listann yfir strjálbýlustu lönd heims. Á þeim lista er líka að finna Afríkulandið Botsvana. Um tvær milljónir manna búa þar í víðáttumiklu landi sem Kalahari-eyðimörkin þekur. Inni á milli eru stórar demantanámur en aðaliðnaður Botsvana byggist á því heimsins harðasta efni.

 

Í höfuðborginni Gaborone, sem sumir kannast svolítið við úr bókum Alexander McCall Smith um Kvenspæjarastofu númer 1, má finna mikla þungarokksaðdáendur sem Suður-Afríkumaðurinn Marshall hefur myndað.

 

„Það er samkeppni um vígalegasta útlitið,“ segir Marshall um þennan menningarkima. Hann telur að þungmálmahreyfing Botsvana snúist um annað og meira en rokktónlistina því hún sé í raun í uppreisn gegn ríkjandi gildum og hugmyndum í landinu.

 

Fræðist meira um málið á vefsíðu sýningarinnar. Við minnum einnig á eldri grein á Lemúrnum sem fjallaði um annan afrískan menningarkima, herramenn í Kongó.

 

750x685xbotswana5.jpg.pagespeed.ic.SD_xXBBJhZ

Mynd: Frank Marshall.

640x500xwhite-devil1.jpg.pagespeed.ic.89VlvBvRdA

Mynd: Frank Marshall.

751x728xbotswana4.jpg.pagespeed.ic.5luCdtXAje

Mynd: Frank Marshall.

640x500xmarshall3.jpg.pagespeed.ic.d7Zr-KQ2qW

Mynd: Frank Marshall.

751x686xbotswana2.jpg.pagespeed.ic.5TptnR-ZMd

Mynd: Frank Marshall.

 

 

Overthrust er ein vinsælasta þungarokkshljómsveit Botsvana og skilgreinir sig sem dauðarokkssveit.

 

deathmetalband

Overthrust Deathmetal band. Hljómsveitarmynd af Facebook-síðu bandsins (https://www.facebook.com/pages/Overthrust-Deathmetal-band/)

 

Hér er lagið Freedom in the Dark með Overthrust:

Vídjó

 

overthrust

Meðlimir Overthrust. Mynd af Facebook-síðu sveitarinnar.