Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pelé slakar á við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory árið 1981, sem fjallar um hóp stríðsfanga í síðari heimsstyrjöldinni sem spila fótboltaleik við þýska fangara sína. 

Myndin var tekin í Ungverjalandi, sem þá var kommúnistaríki og leikvangurinn sem við sjáum hér var heimavöllur MTK, liðs frá Búdapest sem frægt er fyrir að hafa haft marga gyðinga í röðum sínum og í miklu uppáhaldi fólks af þeim uppruna. Það hlýtur að hafa verið stórundarlegt að sjá hakakrossa og nasistafána þekja völlinn. 

Jöfurinn John Huston leikstýrði Escape to Victory, sem þótti ekki besta mynd ferils hans. Auk Pelé skartaði myndin Sylvester Stallone, Michael Caine, Max von Sydow og fótboltastjörnum á borð við Bobby Moore og Osvaldo Ardiles.

Vídjó