Það er til siðs að íþróttafréttamenn sem lýsa fótboltaleikjum öskri af öllum lífs og sálarkröftum og í sem lengstan tíma þegar mark er skorað. Hjá spænsku- og portúgölskumælandi þjóðum er þetta sérstök list. Þeir æpa gol. Má ekki kalla þetta að góla á íslensku? Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:

 

10: Svona á að góla

Andrés Cantor er Argentínumaður en hefur starfað í Bandaríkjunum í marga áratugi. Hér sýnir hann hvernig spænskumælandi íþróttafréttamenn fagna marki.
 

Vídjó

 

9: Færeyskur fögnuður

Í sept­em­ber árið 1990 unnu Færeyingar ótrú­legt afrek í fyrsta alvöru lands­leik þeirra. Keppt var við Austurríkismenn í undan­keppni EM. Færeyingar unnu þennan leik 1–0, ótrú­legt en satt. Torkil Nielsen skor­aði eina mark leiks­ins á 63. mín­útu, Nielsen hirti bolt­ann af sof­andi varn­ar­mönnum Austurríkis og renndi honum síðan fram­hjá aust­ur­ríska markverðinum.

 

Hlustum á fær­eyska lýs­and­ann þegar Torkil skoraði:

 

Vídjó

 

8: Söngvarinn

Argentínski lýsandinn sem sér um enska boltann syngur alltaf lög um markaskorarana. Hér syngur hann um Scholes við lagið Eye of the Tiger.
 

Vídjó

 

7: Venjulegt brasilískt mark

Brasilíumenn fagna alltaf ákaflega þegar landsliðið skorar. Hér er nýlegt mark úr vináttuleik gegn Serbíu. Ekki nóg með að lýsandinn góli heldur er algengt að spila ýmis hljóð undir.
 

Vídjó

 

6: Lengsta gól sögunnar?

Ilie Dobre hjá rúmenska ríkisútvarpinu sló líklega nýtt met þegar hann gólaði gól í 68 sekúndur þegar Rúmenía skoraði gegn Ungverjum í undankeppni HM í september 2013.
 

Vídjó

 

5: Messi, Messi, Messi, Messi, Messi, Messi

Lionel Messi skorar ótrúlegt mark fyrir Barcelona gegn Getafe árið 2007. Og katalónski lýsandinn fer yfir um:

Vídjó

 

4: „Maggie Thatcher can you hear me? Your boys took a hell of a beating!“

Þann 9. sept­em­ber 1981 sigr­uðu Norðmenn Englendinga 2–1 í Osló í undan­keppni HM. Íþróttafréttamaðurinn Björge Lillelien tryllt­ist af ánægju og öskraði á hámarkshljóðstyrk:

 

Vídjó

 

„Vi er best i ver­den! Vi er best i ver­den! Vi har slått England 2–1 i fot­ball!! Det er aldeles utroligt! Vi har slått England! England, kjem­pers føde­land. Lord Nelson, Lord Beaverbrook, Sir Winston Churchill, Sir Anthony Eden, Clement Attlee, Henry Cooper, Lady Diana–vi har slått dem alle sam­men. Vi har slått dem alle sam­men. Maggie Thatcher can you hear me? Maggie Thatcher, jeg har et budskap til deg […]: Your boys took a hell of a beating! Your boys took a hell of a beating!“ Meira um þetta hér.

 

3: Brasilía vinnur heimsmeistaratitilinn 1994

Brasilíumenn og Ítalar kepptu í úrslitaleik HM 1994 í Bandaríkjunum. Ekkert mark var skorað í leiknum sem endaði með vítaspyrnukeppni. Þegar Ítalinn Roberto Baggio brenndi af vítaspyrnu var ljóst að Brasilía væri heimsmeistari í fjórða sinn. „É tetra!!! É tetra!!! [Það er ferna! Það er ferna]“ æpti brasilíski fréttamaðurinn.

 

Vídjó

 

2: Dennis Bergkamp! Dennis Bergkamp! Dennis Bergkamp! Dennis Bergkamp!

Á HM í Frakklandi 1998 slógu Hollendingar Argentínumenn út í 8 liða úrslitum. Dennis Bergkamp skoraði frábært sigurmark í uppbótartíma. Hollenski lýsandinn trylltist.

Vídjó

 

1: „Geimflugdreki, frá hvaða plánetu komstu?“ Maradona skorar mark aldarinnar fyrir Argentínu

Leikur Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986 var sérstaklega eftirminnilegur. Aðeins örfá ár voru síðan þjóðirnar höfðu háð stríð um Falklandseyjar, og því var mikil spenna á milli þeirra. Landsliðin einbeittu sér þó að því að spila fótbolta og buðu upp á frábæra skemmtun fyrir áhorfendur. Á 55. mínútu gerðist þetta:

 

Vídjó

 

Argentínski lýsandinn Victor Hugo trylltist gjörsamlega. Hér er þýðing á því sem hann segir:
„Diego ætlar að ná boltanum, Maradona er núna með hann, það eru tveir í honum, Maradona er með boltann, þessi snillingur fótboltans leggur af stað hægra megin… Maradona heldur áfram! Snillingur! Snillingur! ta-ta-ta-ta-ta-ta…

 

Gooooooooooooooooool… Goooooooooooooooooooool…

 

Mig langar að gráta! Guð minn almáttugur, lifi fótboltinn! Stórkostlegt mark! Diegooooooool! Maradona! Afsakið mig, maður grætur bara… Maradona með sögulegt hlaup, með besta leik allra tíma…

 

Geimflugdreki… Frá hvaða plánetu komstu? Til að stinga Englendinga svona svakalega af? Til að gervöll þjóðin sé einn hnefi á lofti, öskrandi Argentína! Argentína 2 – England 0. Diegol! Diegol! Diego Armando Maradona… Takk guð, fyrir fótboltann, fyrir Maradona, fyrir þessi tár, fyrir þetta Argentína 2 – England 0.“