Spjaldakerfi knattspyrnunnar virkar mjög einfalt og rökrétt kerfi, gult spjald þýðir að leikmaður er á hálum ís og rautt spjald þýðir brottvikningu. Hinsvegar kom þetta kerfi ekki til sögunnar fyrr en á heimsmeistaramótinu 1970. Innblásturinn að því má rekja til leiks milli Englands og Argentínu í átta liða úrslitum keppninnar fjórum árum fyrr á Wembley.
Leikurinn var grófur og vægðarlaus og… [Lesa meira]