Á ljósmyndinni hér fyrir ofan sjáum við látinn mann. Honum er haldið uppi með sérstöku statífi sem notað var þegar látnir voru ljósmyndaðir en það var algeng iðja á nítjándu öld.

 

Ljósmyndatæknin var fundin upp á nítjándu öld. Fyrst um sinn var aðeins á færi ríkra að borga ljósmyndurum fyrir að taka myndir af sér, enda var ljósmyndabúnaðurinn í þá daga rándýr og þunglamalegur. Fyrir daga ljósmyndarinnar voru málverk eina leiðin til þess að festa andlit fólks á myndrænan hátt.

 

Aðalsmenn létu mála myndir af sér til þess að koma í veg fyrir að þeir gleymdust með öllu að þeim gengnum. Þegar ljósmyndatæknin kom svo til sögunnar um miðja nítjándu öld var auðvitað komin ný og miklu auðveldari leið til að fanga fólk um aldur og ævi á myndrænan hátt.

 

deadchil

 

Ljósmynd eftir dauða

Nú þegar hvert mannsbarn er með hágæða ljósmyndavél í snjallsímanum er erfitt að ímynda sér hvernig myndatökur virkuðu á fyrstu áratugum ljósmyndarinnar. Algengt var að fólk léti aðeins taka af sér eina til tvær ljósmyndir á ævinni. Þetta varð til þess að nokkuð sérkennileg gerð ljósmynda þróaðist á seinni hluta nítjándu aldar beggja megin Atlantshafsins. Það voru ljósmyndir af látnu fólki (e. post-mortem photography).

 

Þegar fólk lést áttu ættingjar oft enga ljósmynd af hinum látnu ástvinum. Því var gripið til þess ráðs að ljósmynda líkið til að festa hinn látna á mynd fyrir þá sem eftir lifðu. Og oftar en ekki voru ljósmyndir þessar með dýrmætustu eigum fjölskyldunnar.

 

18khy1jtk7fpsjpg

 

Þetta hjálpaði ættingjum að syrgja, rétt eins og ljósmyndir af þeim látnu hjálpa okkur nútímafólkinu að syrgja okkar ástvini, þó að við neyðumst sjaldnar til að ljósmynda dáið fólk.

 

Ljósmyndir áminning um dauðann

Bandaríski fræðimaðurinn Susan Sontag lýsti hinu undarlega fyrirbæri ljósmyndun í greinasafninu On Photography sem út kom árið 1977. Þar skrifaði hún meðal annars: „Allar ljósmyndir eru áminning um dauðann. Að taka ljósmynd jafngildir því að taka þátt í dauðleika, varnarleysi, breytanleika annarrar manneskju (eða hlutar). Allar ljósmyndir sýna fram á hina miskunnarlausu eyðingu tímans einmitt með því að skera burt þetta augnablik.“

 

Kafka og Sontag.

Kafka og Sontag.

 

Og rithöfundurinn Franz Kafka sagði þetta: „Við ljósmyndum hluti til sópa þeim út úr huganum. Þegar ég skrifa sögur er það eins og að loka augunum.“

 

18khx2wtvzl8rjpg

 

18khx8ry8dn64jpg

 

35ucV-Imgur1

 

62gONw6

 

a98883_8a3eb3fdc8eefdafaedabfe487d7b85b

 

a98883_18khyqnhqvnnrjpg

 

a98883_18ki1hgyd2wp3jpg

Lúðvík II konungur Bæjaralands.

 

a98883_0946454c55efac45a21b513d1260648e

 

a98883_e4bcff8f35156fb9d5db885ad21201bd

 

a98883_e20a12ea63bc263191fb7a2249554ad1

 

a98883_e706060b09c9978790d79794de77862e

 

a98883_ffc732568d54ec5ba0bed48633d0336d

 

a98883_history8

Skáldið Edgar Allan Poe.

 

a98883_pm9

 

a98883_PMblubabalu1

 

a98883_postmortem

 

a98883_skull-illusion-vintage-victorian-post-mortem-photography-woman-black-mourning-dress (1)

 

a98883_victorian-post-mortem-photography-skull-illusion-cvltnation-fat-madison

 

a98883_victorian-post-mortem-photography-skull-illusion-girl-nine-days-dead

 

a98883_vintage-post-mortem-photography-skull-illusion-william-t-anderson

 

dead3001

 

dead4001

 

DeadDogTintype

 

desktop-1414521944

 

desktop-1414521955

 

desktop-1414522511

 

original

 

Post-mortem_photograph_of_young_child_with_flowers

 

Postmortem_man

 

postmorv