Laura Brigdman frá Bandaríkjunum, mynd frá 1855. Hún missti bæði sjón og heyrn um tveggja ára aldur og varð einn fyrsti blindi og heyrnarlausi einstaklingurinn sem lærði að nota táknmál, fimmtíu árum áður en hin fræga Helen Keller fékk samskonar kennslu. Móðir Helen Keller las skrif breska rithöfundarins Charles Dickens um Lauru Brigdman sem hvatti hana til að finna kennara handa dóttur sinni.