Í mars árið 1985 tók Mikhaíl Gorbatsjov við embætti aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Arfleifð hans er fyrst og fremst stefna sem bar lykilorðin „glasnost“ (gagnsæi) og „perestrojka“ (enduruppbygging). Sú stefna lagði nokkurn veginn grunninn að falli Sovétríkjanna og endalokum Kalda stríðsins. Eða hvað?

 

Stefnan var ekki komin í gagnið þegar kvikmyndin Rocky IV var frumsýnd í nóvember árið 1985. Þar má sjá Sylvester Stallone í hlutverki hnefaleikakappans Rocky Balboa. Eftir æsispennandi slag við hinn stæðilega Drago flutti Balboa ræðu sem átti eftir að hafa mikil áhrif. Svo mikil, að Gorbatsjov ákvað að standa upp og klappa! Eða, það gerði hann að minnsta kosti í kvikmyndinni.

 

Var það kannski Stallone sem kom fyrir hugmynd í kolli Gorbatsjovs? Hver veit?

 

Thank you. I came here tonight… and I didn’t know what to expect. I’ve seen a lot of people hating me… and I didn’t know… what to feel about that, so… I guess I didn’t like you much either. During this fight… I seen a lot of changing: the way you felt about me… and the way I felt about you. In here… there were two guys… killing each other. But I guess that’s better than million. What I’m trying to say is… if I can change… and you can change… everybody can change! I just want to say one thing to my kid… who should be home sleeping. Merry Christmas, kid! I love you!

 

Hér má sjá hina stórbrotnu ræðu.

 

Vídjó