Vídjó

Hér heyrum við þegar fjórir ganverskir pósthússtarfsmenn gera vinnuna skemmtilegri með því að búa til tónlist úr henni. Þeir vinna við það einhæfa starf að stimpla frímerki.

 

Tónlistina tóku kennarar í háskólanum í Gana upp á hljómplötu árið 1975 og síðan hefur hún verið rannsóknarefni ýmissa mann- og tónlistarfræðinga.

 

Tónlist pósthússtarfsmannanna er nútímaleg útgáfa af hefðbundinni afrískri vinnutónlist sem er útbreidd í álfunni. Til dæmis er algengt er að trommarar mæti á akra og slái takt fyrir verkafólkið sem safnar uppskerunni saman. Stundum er tónlistinni ætlað að hjálpa verkafólkinu að samræma verkin og hraða þeim, en markmiðið er líka alltaf að gera vinnuna skemmtilegri.