Vídjó

Þýski nasistinn og stríðsglæpamaðurinn Erich Priebke er 100 ára gamall í dag, 29. júlí 2013. Fórnarlamba hans var minnst í dag.

 

Hann er nas­isti úr röðum SS-​​sveitanna sem bjó í Argentínu áratugum saman á flótta undan réttvísinni.

 

Erich Priebke var yfir­maður hjá SS-​​sveitum Adolfs Hitlers. Hann hefur játað aðild að fjölda­morð­unum í Ardeatine-​​hellunum á Ítalíu í seinni heims­styrj­öld­inni. SS-​​menn drápu þá 335 ítalska and­spyrnu­menn í hefnd­ar­skyni eftir að 33 þýskir her­menn höfðu verið myrtir. Sjálfur myrti Priebke að minnsta kosti tvo þess­ara and­spyrnu­manna með byssu sinni.

 

Priebke flutt­ist til Argentínu eftir stríðið og bjó þar í felum fram á tíunda áratug­inn. Árið 1994 fann banda­ríski sjón­varps­mað­ur­inn Sam Donaldson hjá ABC nas­ist­ann gamla í Bariloche og tók þetta við­tal við hann.

 

Priebke við­ur­kennir aðild sína að fjölda­af­tök­unni en seg­ist aðeins hafa hlýtt skipunum.

 

Hann var fram­seldur til Ítalíu fljót­lega eftir við­talið. Eftir áralöng rétt­ar­höld var hann dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi og er nú haldið í stofufang­elsi á Ítalíu, enda er hann aldraður og ekki við nægi­lega góða heilsu til að dúsa í venju­legu fangelsi.